Gróðurinn

Tryggingin tekur til skemmda á gróðri á lóð vátryggðs sumarhúss vegna bruna, óveðurs, snjóþunga, aurskriða, snjóflóða og skemmdarverka vegna bótaskylds tjóns.

Tryggingin bætir

  • Bruni á hinu vátryggða vegna sinubruna, eldsvoða, eldingar og sprengingar.
  • Skemmdir á hinu vátryggða sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu.
  • Tjón á gróðri af völdum skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur gróður.
  • Skemmdir á gróðri sökum eldgoss, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
  • Skemmdir á gróðri vegna skemmdarverka sem gerð eru af ásettu ráði og tengjast beinlínis tjónsatviki sem er bótaskylt úr öðrum liðum sumarhúsatryggingarinnar.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón vegna þjófnaðar/skemmdarverka sem framin eru af einhverjum hinna vátryggðu eða með vitneskju einhvers þeirra.
  • Þjófnað/skemmdarverk af hendi aðila sem einhver hinna vátryggðu hafa boðið í hið vátryggða sumarhús.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.