Eigur vina og vandamanna - innbú

Tryggingin tekur til persónulegra eigna vina og vandamanna vátryggðs sem eru gestir í sumarhúsi vátryggðs og bætir tjón vegna bruna, innbrotsþjófnaðar og vatnstjóns. Það er skilyrði greiðsluskyldu að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn.

Tryggingin bætir

  • Bruna á hinu vátryggða vegna eldsvoða, eldingar og sprengingar.
  • Þjófnað við innbrot og skemmdir á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar slíks þjófnaðar.
  • Skemmdir á hinu vátryggða af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem á upptök sín innan veggja hússins.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verður talin eldsvoði.
  • Tjón vegna þjófnaðar eða skemmdarverka sem framin eru af einhverjum hinna vátryggðu eða með vitneskju einhvers þeirra.
  • Þjófnað eða skemmdarverk af hendi aðila sem einhver hinna vátryggðu hafa boðið í hið vátryggða sumarhús.
  • Tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, snjóbráðar, sjávarfalla eða vatns frá svölum, úr þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.