Heitur pottur
Tryggingin tekur til tjóns af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar þjófnaðar ásamt frostsprungum í lagnakerfi heita pottsins.
Tryggingin bætir
- Bruna á hinu vátryggða vegna eldsvoða, eldingar og sprengingar.
- Skemmdir á hinu vátryggða sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu.
- Þjófnað við innbrot og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar slíks þjófnaðar.
- Tjón vegna frostsprungna á lagnakerfi pottsins sem verður við það að lagnir pottsins frostspringa.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verður talin eldsvoði.
- Tjón vegna þjófnaðar/skemmdarverka sem framin er af einhverjum hinna vátryggðu eða með vitneskju einhvers þeirra.
- Þjófnað/skemmdarverk af hendi aðila sem einhver hinna vátryggðu hafa boðið í hið vátryggða sumarhús.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.