Ábyrgðartrygging

Ábyrgðartrygging greiðir bætur ef vátryggður hefur komið sér í bótaábyrgð en samkvæmt íslenskum lögum bera menn bótaábyrgð á tjóni sem þeir valda öðrum vegna mistaka eða vanrækslu.

Tryggingin bætir

  • Tjón sem barn þitt , yngra en tíu ára, veldur öðrum og er ekki bótaskylt að lögum.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á munum sem vátryggður hefur að láni, til leigu eða í geymslu.
  • Tjón sem vátryggður veldur sem eigandi eða notandi vélknúins ökutækis, skips, skotvopns eða dýrs.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.