Innbúskaskó

Innbúskaskó tekur til tjóns á innbúi af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks og er ekki bótaskylt úr innbústryggingu heimatryggingar.

Tryggingin bætir

  • Almennt innbú og persónulega muni, s.s. fartölvur, myndavélar, gleraugu og aðra dýra muni.
  • Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða, t.d ef hlutur fellur í gólf eða það hellist yfir hann.

Tryggingin bætir ekki

  • Hlut sem týnist, gleymist eða er skilinn eftir á almannafæri.
  • Tjón af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi viðhalds eða framleiðslugalla.
  • Tjón af völdum heimilisdýra.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.