Umönnunartrygging barna

Greiddar eru bætur fyrir barn vátryggingartaka 15 ára og yngra ef barnið þarf að dvelja á sjúkrahúsi lengur en þann tíma sem tilgreindur er í skilmálum.

Tryggingin bætir

  • Ef sjúkdómur eða slys hefur í för með sér að barn vátryggingataka, 15 ára og yngra, þarf að dveljast á sjúkrahúsi í 5 samfellda daga eða lengur.

Tryggingin bætir ekki

  • Sjúkdóma sem voru til staðar þegar vátryggingin var tekin.
  • Slys sem áttu sér stað áður en vátryggingin var tekin.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.