Sjúkrahúslegutrygging

Greiddar eru bætur að tiltekinni fjárhæð fyrir hvern sólarhring umfram 5 sólahringa sem vátryggður verður að dvelja samfellt á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms eða slyss.

Tryggingin bætir

  • Kostnað vegna nauðsynlegra læknisvottorða að beiðni félagsins.
  • Bótatími er að hámarki 180 dagar vegna sama sjúkdómstilfellis eða slyss. 
  • Sjúkdómar með læknisfræðileg tengsl teljast eitt og sama sjúkdómstilfellið.

Tryggingin bætir ekki

  • Vegna sjúkdóma/veikinda sem fyrst höfðu sýnt einkenni áður en vátryggingin tók gildi.
  • Sjúkrahúsdvöl vegna neyslu lyfja, áfengis eða annarra ávana- eða fíkniefna.
  • Vegna sjúkdóma eða slyss sem beint eða óbeint má rekja til neyslu lyfja, áfengis eða annarra ávana- eða fíkniefna.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.