Farangurstafartrygging

Vátryggingin gildir vegna tafar á afhendingu farangurs á áfangastað í áætlunar- eða leiguflugi í 92 samfellda daga frá upphafi ferðar frá Íslandi.

Tryggingin bætir

  • Ef vátryggður fær ekki farangur sinn afhentan innan 12 klukkustunda eftir að á áfangastað er komið vegna tafa eða rangrar afgreiðslu.
  • Fyrir kaup á nauðsynjum.
  • Fyrir hvern vátryggðan 16 ára og eldri.

Tryggingin bætir ekki

  • Ef vátryggður stundar nám eða vinnu erlendis lengur en 92 daga og töfin verður á áfangastað þar sem vátryggður stundar nám eða störf.
  • Bætur umfram hámarksbótafjárhæð sem kemur fram á skírteini eða skilmála.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.