Brunatrygging lausafjár

Brunatrygging lausafjár bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns og innbrots.

Tryggingin bætir

 • Tryggingin bætir tjón á lausafé af völdum eftirfarandi.
  • Eldsvoða.
  • Eldingu.
  • Sprengingu.
  • Hrapi og skyndilegu sótfalli.

Tryggingin bætir ekki

 • Þegar ekki er um eldsvoða að ræða, til dæmis þegar hlutur sviðnar, ofhitnar eða bráðnar.
 • Brunaskemmdir sem hljótast af því að hlut er af ásettu ráði stofnað í hættu af eldi eða hita við upphitun, þurrkun, suðu, bræðslu eða annað þess háttar.
 • Skammhlaup eða önnur hrein rafmagnsfyrirbæri sem valda skemmdum á raftækjum eða rafeindatækjum nema atvikið valdi eldsvoða eða sé bein afleiðing eldsvoða.
 • Eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll, snjóflóð og aðrar náttúruhamfarir nema annars sé sérstaklega getið.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.