Rekstrarstöðvunartrygging

Rekstrarstöðvunartrygging greiðir bætur vegna samdráttar í vörusölu af völdum bruna-, vatns og innbrotstjóns.

Tryggingin bætir

  • Vátryggingin tekur til tjóns sem vátryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum atburðar er bruna-, vatnstjóns- eða innbrotsþjófnaðartrygging vátryggingartaka nær til.
  • Auk þess tekur vátryggingin til tjóns sem vátryggingartaki verður fyrir á sama tímabili af völdum nauðsynlegs aukakostnaðar er beinlínis verður rakinn til þess að atvinnuhúsnæði hans verður ekki notað sökum tjóns á hinu vátryggða lausafé eða húsi sem lausaféð er geymt í.

Tryggingin bætir ekki

  • Vátryggingin tekur ekki til aukins rekstrartjóns vegna verkfalls, verkbanns, vélarbilunar eða þess að töf verður á því að hefja reksturinn aftur sökum endurbóta, stækkunar, fyrirmæla hins opinbera eða þess háttar.
  • Vátryggingin tekur heldur ekki til ábyrgðar vegna taps eða tjóns, sem stafar beint eða óbeint, að öllu leyti eða að hluta, af áhrifum dagsetninga á starfsemi búnaðar, kerfa eða samblands þessa hvoru tveggja.
  • Þá tekur vátryggingin ekki til tjóns af völdum hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.