Slysatrygging launþega

Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína. Nokkuð misjafnt er eftir stéttafélögum hvernig þessari tryggingu er háttað en almennt er um að ræða dánar- og örorkubætur og oft dagpeninga. Trygging þessi gildir ýmist í vinnu og á milli vinnustaðar og heimilis, eða allan sólarhringinn.

Kjarasamningar kveða einnig á um að vinnuveitanda beri að bæta launþegum tjón sem verða við vinnu þeirra á persónulegum munum s.s. gleraugum. Hægt er að innifela tryggingu á persónulegum munum starfsmanna í slysatryggingu launþega.

Tryggingin bætir

  • Valdi slys tímabundnum missi starfsorku, greiðir félagið dagpeninga þá, sem í gildi voru á slysdegi.
  • Valdi slys vátryggðum varanlegu líkamstjóni innan þriggja ára frá því að slysið varð, greiðast örorkubætur á grundvelli þeirrar upphæðar, sem var í gildi á slysdegi.
  • Félagið greiðir viðgerðir á heilbrigðum og vel viðgerðum tönnum, sem brotna eða laskast við slys.
  • Vátryggingin nær til slysa, er verða við almennar íþróttaiðkanir.

Tryggingin bætir ekki

  • Félagið bætir ekki brot á tönnum sem ber að höndum þegar vátryggður matast.
  • Slys sem orsakast af matareitrun, drykkjareitrun og neyslu vímuefna.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.