Málskostnaðartrygging

Hlutverk Málskostnaðartryggingarinnar er að greiða málskostnað vegna ágreinings í einkamálum. Það er skilyrði vátryggingarverndar að óskað sé aðstoðar lögmanns.

Tryggingin bætir

  • Tryggingin tekur til ágreinings sem snertir vátryggðan sem eiganda húseignar eða húseignarhluta og kemur til úrlausnar héraðsdóms eða Hæstaréttar hér á landi og er til lykta leiddur með dómi, úrskurði eða dómsátt.
  • Endurupptaka mála, þó því aðeins að endurupptaka sé heimiluð og fylgir skilyrðum tryggingarinnar.

Tryggingin bætir ekki

  • Sakamál og ágreiningur sem aðeins getur komið til úrskurðar framkvæmdavalds eða sérdómstóla.
  • Mál sem varðar hjónaskilnað eða mál sem upp kunna að koma í sambandi við hjónaskilnað eða sambúðaslit.

  • Mál sem er í tengslum við atvinnu eða embætti vátryggðs.
  • Mál sem varðar ábyrgð sem vátryggður hefur gengið í.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.