Ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur

Fyrirtæki er tryggt gegn skaðabótakröfum vegna tjóna af völdum starfsemi og/eða starfsmanna þess. Vátryggingin greiðir jafnframt bætur vegna tjóns af völdum galla í framleiðsluvörum þeirra.

Tryggingin bætir

  • Vátryggingin tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan vegna líkamstjóns eða skemmda á munum vegna starfsemi þeirrar sem getið er í skírteini eða iðgjaldskvittun, enda verði líkamstjónið eða skemmdirnar raktar til skyndilegs og óvænts atburðar.

Tryggingin bætir ekki

  • Vátryggingin tekur ekki til bótaábyrgðar sem stofnast vegna loforðs frá vátryggðum um að hann beri víðtækari ábyrgð en venjulega skaðabótaskyldu utan samninga. Sama gildir um samning sem felur í sér loforð um aðrar eða meiri bætur en leiðir af almennum reglum um ákvörðun bóta utan samninga.
  • Tjón sem hlýst af því að söluvara berst viðtakanda ekki eða ekki í tæka tíð eða greiðsla er ekki innt af hendi á réttum tíma.
  • Félagið greiðir ekki bætur vegna sekta eða annarra refsiviðurlaga.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.