Brots-, hruns- og sigtrygging

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns á sumarhúsinu ef innanhúsloftklæðning, naglföst innrétting eða hlutar þeirra falla niður vegna skyndilegrar bilunar. Einnig eru bættar skemmdir sem verða á innbúi af völdum þess að munir úr innbúi detta niður og brotna án utanaðkomandi áhrifa ásamt tjóni af völdum sigs. Tryggingin bætir ekki skemmdir sem verða þegar verið er að færa hluti til né skemmdir sem valdið er með því að toga í þá, fella eða henda þeim niður.