Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging erlendis í Heimatryggingu

Tryggingin greiðir sjúkrakostnað vegna slyss, sjúkdóms eða fráfalls þess vátryggða, sem verður í frítíma og kostnað vegna ferðarofs erlendis. Tryggingin gildir fyrstu 92 dagana þegar ferðast er erlendis í einkaerindum. 

Tryggingin bætir

  • Lyf, læknis- og sjúkrakostnað vegna veikinda eða slyss á ferðalagi erlendis. 
  • Heimferðakostnað, breytingar á flugi og sjúkraflug.
  • Viðbótarkostnað vegna heimferðar til Íslands vegna alvarlegra veikinda eða andláts nánustu ættingja.

Tryggingin bætir ekki

  • Lyf án læknisráðs. né greiðslur vegna sjúkdóma sem rekja má til áfengis eða ávana- og fíknilyfja. Þá bætir hún ekki meðferð erlendis lengur en í 3 mánuði.
  • Greiðslur vegna sjúkdóma sem rekja má til áfengis eða ávana- og fíknilyfja.
  • Meðferð erlendis lengur en í 3 mánuði.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála heimatryggingarinnar.