Farangurstrygging í Heimatryggingu

Vátryggingin bætir tjón sem verður á hinum vátryggða farangri.

Tryggingin bætir

  • Skemmdir af völdum bruna, þjófnaðar, ráns og innbrots. 
  • Skemmdir af völdum flutningsslyss og skemmdarverka.
  • Ef hið vátryggða týnist alveg í flutningi.

Tryggingin bætir ekki

  • Skjöl eins og peninga, ávísanir, ferðatékka, farseðla, verðbréf og fleira.
  • Rispur, beyglur, mar eða núning sem ekki rýra notagildi hins vátryggða.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála heimatryggingarinnar.