Ertu að fara að kaupa þér bíl

Þegar kaupa á bíl þarf að ýmsu að huga

Skyldutrygging ökutækja

Eigendum bifreiða er skylt skv. Umferðarlögum að kaupa skyldutryggingu á ökutækið.  Skyldutrygging innifelur ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Ábyrgðartryggingin bætir allt það tjón sem ökutækið kann að valda og slysatrygging ökumanns og eiganda bætir það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl.

Bílrúðutrygging

Auk skyldutryggingar  taka flestir til viðbótar  bílrúðutryggingu en það er valfrjáls trygging.  Bílrúðutrygging bætir fram- hliðar og afturrúður ef þær brotna.  Ef skipt er um rúðu er eigin áhætta  15% en engin eigin áhætta er innheimt ef gert er við rúður.

Kaskótrygging

Kaskótrygging er valfrjáls trygging rétt eins og bílrúðutryggingin.  Kaskótrygging bætir það tjón sem verður á eigin bifreið komi til tjóns.  Alla nýlega bíla ætti að kaskótryggja og í mörgum tilvikum er slíkt skilyrt, þ.e. ef veð er í bílum vegna lána.  Tryggingataki velur sér eigin áhættu og greiðir einungis þá fjárhæð komi til tjóns. Einnig er í boði hálfkaskótrygging  en hún er með takmarkaðri vernd en hefðbundin kaskótrygging og hentar frekar þeim sem keyra meira í dreifbýli en þéttbýli.

Ferðavagnar

Ferðavagnaeign hefur aukist mjög á liðnum árum og oft á tíðum mikil verðmæti fólgin í þeim.  TM býður eigendum ferðavagna húfttryggingu og bætir sú trygging m.a. tjón af völdum áreksturs, foks, skemmdarverka, vatnstjóns ofl.