Áttu von á barni?

Þegar von er á barni er að ýmsu að huga og ekki má gleyma því sem snýr að tryggingaverndinni og forvörnum.

Þarf að hækka innbúsfjárhæð? 

Það er ótrúlega mikið af hlutum og fötum sem fylgja litlu barni og því er mikilvægt að athuga hvort hækka þurfi innbúsfjárhæð

Hentar annar Heimatryggingarflokkur betur?   

Heimatrygging er samsett trygging með mörgum þáttum og hentar Heimatrygging TM3 og TM4 vel fyrir barnafjölskyldur. Í Heimatryggingu TM2 er t.d ekki umönnunartrygging barna þannig að mikilvægt er að huga að því hvort breyta þurfi verndinni og ef Heimatrygging er ekki til staðar mælum við með því að bæta henni við.

Má bjóða þér Barnatryggingu? 

Þegar barn hefur náð 3 mánaða aldri mælum við með að kaupa barnatryggingu fyrir barnið en hún miðar að því að veita góða vernd gegn afleiðingum slysa og sjúkdóma sem börn kunna að verða fyrir. linka inn á barnatrygging TM.

Vantar þig Líf- og sjúkdómatryggingu eða er þörf á að hækka bætur?  

Tilgangur líftryggingar er að tryggja þeim bætur sem standa þér næstir og sjúkdómatryggingu er gott að hafa komi til alvarlegra sjúkdóma. Í sjúkdómatryggingu eru einnig sjúkdómatrygging fyrir börn frá 3ja mánaða til 18 ára aldurs. Við mælum með því að verðandi foreldrar kynni sér líf- og sjúkdómatryggingar og ef þú ert með þær fyrir þá viljum við einnig minna á þann möguleika að ef núverandi trygging er án aukaiðgjalds þá er hægt að hækka bætur án þess að skila þurfi inn frekari upplýsingum um heilsufar innan þriggja mánaða frá því að þú eignaðist barn eða ættleiddir barn yngra en 18 ára.  

Er búið að kaupa barnabílstól fyrir barnið? 

Ekkert ver barn í bíl eins vel og góður barnabílstóll. Samkvæmt umferðarlögum eiga foreldrar að sjá til þess að börn í bílum sitji alltaf í barnabílstól eða á bílpúða með öryggisbelti spennt. Við minnum á að viðskiptavinir TM geta fengið 20% afslátta af barnabílstólum og "base-um" í verslun Fífu í Reykjavík og á Akureyri. linka inn á öryggisvörur á sérkjörum.

Hvað með annan öryggisbúnað fyrir börn? 

Það er töluvert til af öryggisvörum fyrir börn og fá viðskiptavinir TM 15% afslátt af clippsafe öryggisvörum hjá Fífu í Reykjavík og á Akureyri. linka inn á öryggisvörur á sérkjörum.