Vatnstjónstrygging
Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína.
Tryggingin bætir
- Skyndilegan leka úr leiðslukerfum hússins, svo sem frárennslislögnum og vatnsleiðslum.
- Yfirfall frá vöskum og öðrum hreinlætistækjum.
- Leka frá frysti- og kæliskápum.
- Leka frá þvottavélum.
- Leka frá vatnsrúmum og fiskabúrum.
- Leka frá ofnum sem gefa sig skyndilega.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem úrkomu, snjóbráðar eða frá þakrennum.
- Tjón vegna stíflu í lögnum utan grunn hússins.
- Tjón vegna leka með þaki, gluggum eða hurðum.
- Ef frárennslislögn í grunni fasteignar gefur sig vegna aldurs, missigs eða eðlilegs slits.
- Á þeim hlutum sem ollu tjóninu, svo sem rörin í húsinu, ofna, tæki eða vinnu við lagfæringu og endurlögn.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.