Glertrygging

Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler. 

Tryggingin bætir

  • Tjón á venjulegu rúðugleri fasteignar ef það brotnar eða springur eftir að því er endanlega komið fyrir.
  • Kostnað við að loka fyrir gluggann og ísetningarkostnað.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón af völdum byggingaframkvæmda, nema um sé að ræða venjulegt viðhald.
  • Móðu á milli glerja.
  • Skemmdir af þenslu, vindingi eða ófullkomnu viðhaldi ramma/lista.
  • Filmur í rúðum og sandblásningu sem auka verðmæti glersins.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.