Skýfall og asahláka

Tryggingin bætir tjón á húseign ef yfirborðsvatn flæðir inn af völdum skyndilegrar úrhellisrigningar eða snjóbráðar og vatnsmagn verður það mikið að jarðvegsniðurföll leiða ekki frá. 

Það skilyrði er þó sett að eigandi hafi reglulega hreinsað frá niðurföllum fasteignarinnar. Tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns frá svölum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra eða vegna sjávarfalla og/eða grunnvatns.