Ábyrgð húseiganda

Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur samkvæmt íslenskum lögum á vátryggðan sem eiganda húseignar.

Tryggingin bætir

  • Eigandi er tryggður fyrir bótaskyldu sem fallið getur á hann sem eiganda fasteignarinnar vegna líkamstjóns eða skemmda á munum.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem rakið er til meiriháttar viðhalds hússins.
  • Tjón sem fjölskylda eiganda verður sjálf fyrir. Einnig tjón á munum sem fjölskyldan hefur að láni eða í geymslu.
  • Tjón af völdum eldsvoða.
  • Sektir, málskostnaður eða önnur útgjöld sem tengjast refsimálum.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.