Sjúkrakostnaðartrygging gæludýra

Það getur verið kostnaðarsamt að leita aðstoðar fyrir gæludýr hjá dýralækni, einkum ef framkvæma þarf aðgerðir. Sjúkrakostnaðartrygging greiðir lækniskostnað vegna slysa og sjúkdóma hjá gæludýrum. Sjúkrakostnaðartrygging fellur niður og endurnýjast ekki í lok þess vátryggingartímabils sem vátryggður hundur hefur náð 10 ára aldri og vátryggður köttur 13 ára aldri  

Tryggingin bætir

  • Kostnað vegna dýralækna, dýraspítala og dýralæknastofa vegna skoðunar og meðferðar vegna sjúkdóma eða slysa.
  • Nauðsynlega keisaraskurði, en þó að hámarki 2 keisaraskurði vegna hvers dýrs.
  • Lyf sem dýralæknir/dýraspítali afhendir og gefur gæludýrinu við skoðun eða meðferð.
  • Tannviðgerðir vegna slysa.
  • Rannsóknir, svo sem röntgenmyndir, línurit og rannsóknir á vefjum og öðrum sýnum.

Tryggingin bætir ekki

  • Kostnað vegna geldinga dýra, ófrjósemisaðgerða eða almennra fæðingar afkvæma.
  • Kostnað vegna fegrunaraðgerða, svo sem tannviðgerða.
  • Meðferð vegna slysa eða sjúkdóma sem hafa komið upp áður en vátryggingin gekk í gild.
  • Meðfædda og arfgenga kvilla svo og sjúkdóma sem koma upp innan 14 daga frá gildistöku vátryggingarinnar.
  • Kostnað vegna almennra skoðana, bólusetninga og meðferða til að fyrirbyggja eða lækna afleiðingar orma.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.