Líftrygging gæludýra

Auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir ástkært gæludýr en því má ekki gleyma að þau geta verið mjög verðmæt og fjárhagslegt tjón fjölskyldunnar umtalsvert. 
Þessi trygging greiðir bætur ef gæludýr deyr, týnist eða missir algjörlega heilsu sína. Ekki eru greiddar hærri bætur en sem nemur markaðsvirði gæludýrsins. Líf - og heilsutrygging endurnýjast ekki þegar hundar hafa náð 8 ára aldri og kettir 11 ára aldri.

Tryggingin bætir

  • Ef dýrið deyr af völdum sjúkdóms eða slyss, eða aflífa verður dýrið samkvæmt úrskurði dýralæknis.
  • Ef dýrið tapast eða því er stolið. Dýr telst tapað hafi það ekki komið fram innan tveggja mánaða frá því að leit hófst.

Tryggingin bætir ekki

  • Ef rekja má aflífun til árásargirni.
  • Ef dýrið deyr vegna arfgengra eða meðfæddra sjúkdóma og kvilla.
  • Ef dýrið deyr vegna aldurstengdra sjúkdóma og hrörnunarsjúkdóma.
  • Ef rekja má aflífun til ofnæmis eigenda eða umsjónarmanna.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.