TM appið

TM appið er þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Í appinu er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. 

Með appinu er hægt að tilkynna tjón og fá bætur greiddar nánast samstundis.

Í appinu er einnig hægt að staðfesta gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis og fá beint samband við neyðaraðstoð.

Í stað þess að koma til okkar þá getur þú framkvæmt kaskó- eða hjólaskoðun í appinu þegar þér hentar.

Sæktu appið á Google Play Sæktu appið í App Store

Fáðu tjónið bætt á 60 sekúndum

Í gegnum appið geta viðskiptavinir TM tilkynnt um öll algengustu tjón á munum sem verða á heimilinu, svo sem á símum, spjaldtölvum, far- og heimilistölvum, sjónvarpstækjum, myndavélum og gleraugum. Appið leiðir viðskiptavininn áfram í gegnum einfalt ferli sem tekur örskotsstund og lýkur með því að bætur eru greiddar inn á bankareikning.

Hugarró á ferðalagi

Til að fá staðfestingu á ferðatryggingu á ferðalögum erlendis þurfa viðskiptavinir ekki lengur að sækja um plastkort fyrir alla fjölskyldumeðlimi til að taka með sér. Nú er nóg að sækja TM appið í símann, þar er hægt að sjá staðfestingu á gildandi ferðatryggingu og senda samstundis á hvaða netfang sem er. Einnig er hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu SOS International hvenær sem er sólarhringsins, komi til alvarlegra veikinda eða slysa. Í TM appinu eru auk þess allar upplýsingar um hvað ferðatryggingin innifelur.

Snjall skynjari fyrir viðskiptavini

TM býður nú viðskiptavinum með heima- og/eða fasteignatryggingar snjallan skynjara að gjöf. Skynjarinn er nettengdur og sendir boð í símann þinn ef vatnsleka verður vart. Skynjararinn er eingöngu í boði í gegnum TM appið.

Kaskó- og hjólaskoðanir í appinu

Viðskiptavinir þurfa nú ekki að koma með bílinn eða ferðavagninn til okkar í Síðumúla 24 eða skrifstofur úti á landi til skoðunar vegna kaskótrygginga. Skoðunin fer einfaldlega fram í appinu þar sem teknar eru myndir af ökutækinu og þá verður tryggingin virk. Á sama hátt fer skoðun fyrir hjól og rafhjól fram, vegna hjólreiða- og rafhjólatrygginga.

Bættu við kaskótryggingu

Ef þú ert nú þegar með ökutækjatryggingu hjá TM þá er mjög auðvelt að bæta við kaskótryggingu í appinu. Þú sérð strax hvað tryggingin mun kosta og hvað er innifalið. Í framhaldinu getur þú framkvæmt kaskóskoðun í gegnum appið. Skoðunin samþykkist rafrænt og um leið tekur tryggingin gildi. Fljótlegt, einfalt og alsjálfvirkt ferli.

Lykilaðgerðir

 • Auðveld og örugg innskráning
 • Yfirlit yfir tryggingar þínar
 • Yfirlit yfir iðgjöld trygginga þinna
 • Einfalt yfirlit yfir hvað er bætt og ekki bætt í tryggingum þínum.
 • Þú getur tilkynnt tjón á innbúsmunum eins og t.d. símum og spjaldtölvum.
 • Bætur greiddar á einfaldan og hraðan hátt.
 • Aðgengi að tjónaupplýsingum þínum.
 • Aðgangur að tryggingaskírteinum hvar og hvenær sem er
 • Skráning í pappírslaus viðskipti
 • Breyting á greiðsluleið
 • Breyting á samskiptaupplýsingum eins og síma og netfangi
 • Staðfesting á ferðatryggingum
 • Beint samband við neyðarþjónustu SOS komi til alvarlegra slysa á ferðalögum erlendis
 • Viðskiptavinir með heima- og/eða fasteignatryggingar geta pantað ókeypis snjallskynjara.
 • Kaskóskoðun ökutækja og ferðavagna framkvæmd í appi
 • Hjólreiða- og rafhjólaskoðun framkvæmd í appi
 • Hægt að bæta við kaskótryggingu við ökutækjatryggingu beint í appinu


Til að virkja TM appið skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða með sama notendanafni og lykilorði og notað er á Mínu öryggi á tm.is. Ef þú ert ekki með aðgang að Mínu öryggi getur þú búið hann til hér. Til að tryggja enn frekara öryggi getur þú auðkennt þig með Touch Id, þ.e. með fingrafaraskanna eða andlitsskanna ef síminn þinn býður upp á slíkt.

Sæktu appið á App Store eða Google Play

Sæktu appið í App StoreSæktu appið á Google Play

Algengar spurningar  

Hvar sæki ég TM appið?

Hægt er að sækja appið í App Store fyrir iPhone síma og Google Play fyrir Android síma. 

Ég næ ekki að skrá mig inn í appið? 

Er síminn nettengdur? Appið þarf nettengingu til að virka og athuga þarf hvort hún sé til staðar. 
Ertu með rétt notandanafn og lykilorð? Um er að ræða sama notandanafn og lykilorð og notað er til að skrá sig inn á mitt öryggi - þjónustusíður TM.  Hægt er að sækja um ný og týnd lykilorð hér https://www.tm.is/mitt-oryggi/innskraning. Ef þú lendir áfram í vandræðum getur þú haft samband við þjónustufulltrúa í síma 515 2000 eða reynt aftur síðar.

Hvað eru rafræn skilríki og hvar fæ ég slíkt? 

Rafræn skilríki er einföld aðferð til auðkenningar og undirritunar í gegnum símann þinn. Yfirleitt er hægt að nálgast rafræn skilríki í símaverslunum eða bönkum. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um rafræn skilríki .

Af hverju fæ ég ekki greitt strax? 

Undir ákveðnum kringumstæðum gæti tjónsfulltrúi þurft að yfirfara tjónstilkynningu áður en hún er samþykkt. Um leið og hún er samþykkt látum við þig vita svo þú getur fengið tjónið bætt. 
Það getur verið að þú þurfir að fá tjónsmat frá viðgerðaraðila til að geta haldið áfram á næsta skref. Þú getur séð stöðu tjónsins undir liðnum tjón í TM appinu. 
Ef þú hefur frekari spurningar getur þú haft samband við þjónustufulltrúa í síma 515 2000.

Hvað á ég að gera við tjónaða/ skemmda muni? 

Þú getur komið með tjónaða eða skemmda muni til okkar í Síðumúla 24 eða á aðra afgreiðslustaði TM og við förgum þeim fyrir þig. Viðskiptavinir geta einnig fargað þeim sjálfir á næstu endurvinnslustöð.

Ég sé ekki hvar ég get pantað snjallskynjara

App-tilkynningÞeir viðskiptavinir sem eru með heimilis- og/eða fasteignatryggingu skráða á sig fá sjálfkrafa tilkynningu í appið þar sem hægt er að panta snjallskynjara. Tilkynningin birtist efst og fremst í appinu. Þar getur þú valið hvort þú viljir sækja í Síðumúla eða fá sent á pósthús. Ef tilkynningin birtist ekki getur verið að þú sért ekki skráður fyrir heima- og/eða fasteignatryggingu. Einnig getur verið að það þurfi að uppfæra appið í símanum. Þetta á eingöngu við þá sem hafa sett upp appið fyrir 25. júní 2019.