Barnabílstólar

Ekkert ver barn í bíl eins vel og góður barnabílstóll. Samkvæmt umferðarlögum eiga foreldrar að sjá til þess að börn í bílum sitji alltaf í barnabílstól eða á bílpúða með öryggisbelti spennt.

20% afsláttur af barnabílstólum

Tryggingamiðstöðin hf. og Fífa í Reykjavík og barnavöruverslunin Litli Gleðigjafinn á Akureyri bjóða 20% afslátt af öllum barnabílstólum og „base-um“ og 15% afslátt af clippsafe öryggisvörum. Til þess að nýta sér þennan afslátt þarf eingöngu að framvísa kennitölu tryggingahafa við kaup í verslun Fífu í Faxafeni 8 í Reykjavík eða Litla Gleðigjafanum, Sunnuhlíð 12 á Akureyri.

Rétt notkun barnabílstóls

Áríðandi er að barnabílstóllinn sé notaður á réttan hátt og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og að barnið sé rétt fest í stólinn. Einnig er mikilvægt að muna að barn má aldrei sitja í framsæti bíls ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Barn þarf að hafa náð 150 cm hæð til þess að óhætt sé að það sitji í framsæti bíls með öryggispúða.