Barnatrygging TM

Barnatrygging TM er tilvalin fyrir fjölskyldur og getur skipt sköpum þegar hugsa þarf um yngsta fólkið á heimilinu.

Tryggingin veitir góða fjárhagslega vernd vegna slysa eða sjúkdóma sem börn kunna að verða fyrir.

Hægt er að velja tvær mismunandi útfærslur þar sem bótasviðið er það sama en bótafjárhæðir misháar:

Bótasvið og vátryggingarfjárhæðir eru sem hér segir:

   Barnatrygging TM1 Barnatrygging TM2
Örorkubætur grunnfjárhæð  kr. 5.637.000 kr. 11.270.000
Örorkubætur við 100% örorku  kr. 18.320.000 kr. 36.640.000
Sjúkrahúsdagpeningar  kr. 2.820 á dag  kr. 5.640 á dag
Umönnunarbætur*  kr. 56.400 á mánuði  kr. 113.000 á mánuði
Dánarbætur  kr. 676.000  kr. 676.000
Iðgjald á mánuði  kr. 1.042  kr. 1.590

*Umönnunarbætur greiðast ef vátryggingartaki á rétt á slíkum bótum hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Barnatrygging gildir frá 3ja mánaða aldri vátryggðs til 25 ára.  Þó falla umönnunarbætur og sjúkrahúsdagpeningar niður þegar vátryggður nær 18 ára aldri.

Ekki er hægt að kaupa tryggingu fyrir börn sem eru 16 ára og eldri. 

Hvernig sæki ég um barnatryggingu?

Umsókn um barnatryggingu þarf að vera fyllt út og undirrituð af tryggingataka.

Umsókn um barnatryggingu - til útprentunar


Skilmálar