Bílalán

  • Höfuðstöðvar TM Síðumúla 24

TM veitir viðskiptavinum sínum lán til kaupa á bílum. Þegar þú ert búinn að velja ökutækið sér bílasalinn um að fylla út lánsumsókn og senda rafrænt til TM. Verði umsóknin samþykkt getur þú gengið frá skuldabréfinu hjá bílasölunni. Einnig getur þú fyllt út umsókn hér á netinu. Þegar þú tekur TM lán þarf ökutækið þitt að vera ábyrgðar- og kaskótryggt hjá TM á lánstímanum.

Nánar um Bílalán TM


Reikna greiðslubyrði bílaláns

Sláið inn upplýsingar í svæðin og smellið á Reikna hnappinn.

Fylla þarf út í reiti merkta með *.

Umsókn um bílalán

Fylla þarf út í reiti merkta með *

Fylltu út umsóknina hér að neðan.
Smelltu síðan á linkinn „Reiknið út greiðslubyrði af láninu”. Þá ferðu á aðra síðu og velur upphæð lánsins og lánstíma. Síðan smellir þú á „Umsókn um lán” hnappinn og heldur áfram með umsóknina. Smellir að lokum á „Senda umsókn” hnappinn.
Umsóknin sendist til lánadeildar TM og sendist svarið til baka í tölvupósti sama dag sé umsókn send fyrir klukkan 16:30 á virkum degi.

Umsækjandi

Ökutæki

Lán

Reiknið út greiðslubyrði af láninu

Athugið, bifreiðin verður að vera ábyrgðar- og kaskótryggð hjá TM út allan lánstímann.


Athugasemdir

Skoða stöðu umsókna

Hér getur þú skoðað stöðu umsóknar á bílaláni. Sláðu inn bílnúmerinu og kenni og svarið birtist fyrir neðan.

Fylla þarf út í reiti merkta með *Útreikningur samkvæmt reiknivélinni er greiðsluspá miðuð við ákveðna forsendur og á engan hátt bindandi fyrir TM. Hún er góð til að hafa til hliðsjónar og gefur vísbendingar um hvernig afborganir lána þróast.

Við bendum á að TM lán bera breytilega vexti, sem þýðir að afborganir geta hækkað og/eða lækkað miðað við það sem greiðsluspáin sýnir, allt eftir þróun verðlags og stefnu vaxtamála í landinu á hverjum tíma.

Lán í 60 – 84 mánuði eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs. Verðbólga getur því haft umtalsverð áhrif á greiðslubyrði þeirra lána og hækkað afborganir frá því sem greiðsluspáin segir til um. Við skorum á væntanlega lántakendur, sem hyggjast sækja um verðtryggt lán, að kynna sér vel kosti reiknivélarinnar, sem sýnir útreikning annars vegar með verðbólgu síðustu tólf mánaða og hins vegar verðbólgu síðustu tíu ára.

Einnig bendum við væntanlegum lántökum á að kynna sér sögulega þróun verðlags og vaxta, ásamt fleira gagnlegu ítarefni á vef Neytendastofu.