Almennt um bílalán TM

TM kemur til móts við viðskiptavini sína sem eru með tryggingaviðskipti við félagið og lánar þeim til bílakaupa samkvæmt eftirfarandi reglum.

Lánstími allt að 84 mánuðir (7 ár)

Við lánum allt að 75% af kaupverði nýrra bifreiða í 7 ár en lánstíminn styttist eftir aldri ökutækisins.

Lánstími  Nýr bíll  1-4 ára bíll 5 ára bíll  6 ára bíll 
 1 ár
 75 %  75 %  75 %  75 %
 2 ár  75 %  75 %  75 %  75 %
 3 ár  75 %  75 %  75 %  75 %
 4 ár  75 %  75 %  75 %  75 %
 5 ár  75 %  75 %  75 %  
 6 ár  75 %  75 %    
 7 ár  75 %      

Ferlið

Þegar rétti bíllinn er fundinn sjá bílasalar um að fylla út lánsumsókn og senda rafrænt til TM.  Áður en umsóknin er afgreidd sækir TM lánshæfismat umsækjanda, ef lánsupphæðin er lægri en 2 milljónir hjá einstaklingi og lægri en 4 milljónir hjá hjónum, að fengnu undirrituðu samþykki umsækjanda.

Ef lánsupphæðin er 2 milljónir eða hærri hjá einstaklingi eða 4 milljónir eða hærri hjá hjónum, þá þarf umsækjandi að skila inn greiðslumati, svo hægt verði að afgreiða lánsumsóknina. Verði hún samþykkt eru lánagögnin undirrituð hjá bílasalanum um leið og bílakaupin fara fram. Svarþjónusta lánadeildar er frá klukkan 9:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 9:00-15:00 á föstudögum.

Kostir TM lána

  • 75% lán í allt að 7 ár.
  • Allt að 50% afsláttur af lántökugjöldum ef þú ert í TM-Öryggi.
  • Lántaki er skráður eigandi ökutækisins. TM tekur veð á 1. veðrétti
  • Ekkert uppgreiðslugjald.
  • Hægt að borga inn á lánið á tímabilinu til að lækka höfuðstól.
  • Hægt að færa lán á milli ökutækja.
  • Nýr aðili getur yfirtekið TM lán, gegn hefðbundnu umsóknarferli.

Bíllinn tryggður

Þegar þú tekur TM lán þarf ökutækið þitt að vera ábyrgðar- og kaskótryggt hjá TM á lánstímanum.

Lánakjör

Lán í 59 mánuði eða skemmri tíma eru óverðtryggð. Lán í 60-84 mánuði eru verðtryggð.

Vaxtastefna félagsins er að viðskiptavinir njóti kjara sem eru sambærileg við það besta sem í boði er í ökutækjalánum.

Vextir TM lána eru breytilegir. Þeir eru í dag

  • 7,0% af óverðtryggðum lánum
  • 5,5% af verðtryggðum lánum.

Tilkynningargjald, kr. 275.- leggst á hverja afborgun