Kaskótrygging

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er kaskótrygging?

Kaskótrygging er valkvæð trygging sem bætir skemmdir á eigin bifreið og aukahlutum komi til tjóns.

Hvað bætir tryggingin?

  • Eigið tjón á bifreið vegna áreksturs við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, grjóthruns og fleira.
  • Skemmdir á undirvagni ökutækis þ.m.t. rafhlöðu, hjólbörðum og felgum er hljótast af því að ökutækið rekst niður í akstri, ekið er í holu, grjót á vegi eða þegar laust grjót hrekkur upp undir ökutækið.
  • Tjón sem verður á bifreiðinni vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
  • Tjón á fram-, aftur- og hliðarrúðu.
  • Greiðir bílaleigubíl í allt að fimm daga ef bíllinn verður óökufær vegna tjóns.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Tjón sem stafar af sandfoki eða öðrum náttúruhamförum en þeim sem falla undir 4. og 6. gr. skilmála.
  • Skemmdir á undirvagni, hjólbörðum og felgum vegna aksturs á F-merktum vegum eða slóðum.
  • Þjófnaður eða skemmdir á aukabúnaði, t.d. hjólkoppum og ljósabúnaði.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Tryggingin gildir ekki ef tjón verður í kappakstri, aksturskeppni eða reynsluakstri.  
  • Tryggingin gildir ekki ef ekið er annars staðar en  á vegum landsins nema ökutækið sé sérstaklega útbúið til þess. 

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum EES, aðildarríkjum að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyjum í allt að 90 daga.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Hafa þarf hæfni og réttindi til þess að stjórna ökutækinu.
  • Gæta þarf þess að ökutæki sé í lögmæltu ástandi, til dæmis að öryggistæki svo sem hjólbarðar og hemlunarbúnaður sé í lagi.
  • Tilkynna þarf TM ef ökutækið er afskráð eða selt.
  • Tilkynna þarf um allar breytingar sem gerðar eru á ökutækinu sem haft geta í för með sér aukna áhættu á tjóni.

Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.
  • Sé trygging tekin vegna atvinnurekstrar er eftir atvikum ekki hægt að segja tryggingunni upp á tímabilinu til að flytja tryggingu til annars félags.