Ökutækja­trygging

Lögboðin trygging sem tryggir fólk um borð í bílnum og skemmdir á öðrum bílum.

Lögum samkvæmt þarf að tryggja alla skráningarskylda bíla með skyldutryggingu sem annars vegar er slysatrygging ökumanns og eiganda og hins vegar ábyrgðartrygging sem bætir tjón sem bíll veldur þriðja aðila. Ökutækjatrygging hjá TM uppfyllir þessi skilyrði og bætir tjón sem kann að verða af völdum bílsins og slys sem kunna að verða á fólki. Bílrúðutrygging er valkvæður hluti af ökutækjatryggingunni sem nánast allir viðskiptavinir kjósa og eru þá allar rúður bílsins tryggðar. Ökutækjatryggingin bætir hins vegar ekki önnur tjón á bílnum sjálfum, til þess þarf að bæta kaskótryggingu við.

Innifalið í ökutækjatryggingu

Þú getur bætt við

Algengar spurningar

Þarftu aðstoð við að stilla þessu upp?

Rafræni ráðgjafinn getur aðstoðað þig við að sníða þessa tryggingu að þínum þörfum og gefið þér upp verð áður en þú ákveður þig. Ferlið tekur bara nokkrar mínútur.