Við tryggjum líka bestu vini mannsins

Það er mikilvægt fyrir hesta- og gæludýraeigendur að huga vel að vátryggingavernd dýra sinna. Í boði eru fjölbreyttar lausnir sem taka mið að þörfum hvers og eins.

Gæludýr

Gæludýratrygging er nauðsynleg fyrir fyrirhyggjusama gæludýraeigendur.

Gæludýratryggingar TM skiptast í líf- og heilsutryggingu, ábyrgðartryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu og gæslutryggingu.

TM birtir mynd af þeim gæludýrum sem tryggð eru hjá félaginu ef eigendur óska þess.

Hestar

Hægt er að raða saman Hestatryggingu eins og hentar best fyrir þinn hest.

Hestatryggingar skiptast í fjóra hluta, líf- og heilsutryggingu, ábyrgðartryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu og takmarkaða líftryggingu. Einnig er hægt að kaupa líftryggingu fyrir fyl- og folald. Ef óskað er eftir einfaldri og ódýrri vernd er hægt að brunatryggja hesta í hesthúsi.

Alhliða vernd fyrir hestafólk.

Ásamt því að tryggja hestinn er nauðsynlegt að huga að tryggingum fyrir hesthúsið, reiðtygi, hnakka og annað lausafé, hestakerruna og slysatryggingum fyrir hestafólkið. Leitaðu nánari upplýsinga hjá ráðgjöfum TM og fáðu þá lausn sem hentar þér og þínum best.