Umsókn um gæludýratryggingu

Fylltu út umsóknina hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og kostur er.

Fylla þarf út í reiti merkta með *

I. Vátryggingartaki:

*II. Vátryggingar sem óskað er eftir:

*III. Dýrið sem óskast vátryggt:

IV. Lýsing og merking á gæludýrinu sem óskast vátryggt


* Notkun:

Ef óskað er eftir að tryggja hund vegna þjálfaðs notagildis þarf staðfestingu frá eftirfarandi skráningaraðilum að þeir hafi lokið þeim námskeiðum sem til þarf: Vegna Blindrahunda þarf staðfestingu frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð, vegna leitarhunda þarf staðfestingu frá Björgunarsveit Íslands eða Leitarhundar Slysavarnarfélagsins og vegna veiðihunda þarf staðfestingu frá Hundaræktunarfélagi Íslands eða Skotvís. Ef óskað er eftir að tryggja dýr sem Ræktunardýr þarf afrit af ættbók sem sýnir fram á hreinræktun frá skráningaraðila sem félagið viðurkennir.


* Mynd af gæludýrinuV. Yfirlýsing vátryggingartaka um heilbrigði og heilsufar gæludýrsins:


Heilbrigðisvottorð

Vátrygging tekur ekki gildi fyrr en umsókn hefur verið samþykkt af félaginu og viðeigandi gögn fylgja. Þegar sótt er um sjúkrakostnaðartryggingu þarf ávallt að skila inn heilbrigðisvottorði, undirrituðu og stimpluðu af dýralækni. Ef óskað er eftir líf- og heilsutryggingu þarf heilbrigðisvottorð að fylgja ef verðmæti hunda er meira en kr. 100.000 og katta meira en kr. 50.000.

Með undirskrift er staðfest að ofangreindar upplýsingar eru samkvæmt bestu vitund og sannleikanum samkvæmar og þar er ekki leynt neinum atriðum er kynnu að skipta máli við áhættumat tryggingarinnar, rangar eða ófullkomnar upplýsingar geta valdið missi bótaréttar að hluta eða öllu leyti. Einnig er dýralæknum veitt heimild að veita félaginu upplýsingar um sjúkrasögu og heilsufar dýrsins. Tryggingataka ber að kynna sér þá skilmála sem liggja að baki tryggingunni.