Ferðatrygging TM
Ferðatryggingu er hægt að kaupa staka með öðrum viðskiptum hjá TM eða sem viðbót við ferðaliði Heimatryggingar ef ferð varir lengur en 92 daga eða ef útvíkka þarf bótasvið Heimatryggingar.
- Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstryggingu
- Ferðaslysatryggingu
- Farangurstryggingu
Sérstakt ferðakort fylgir skilmálum og við sölu ferðatryggingar hverju sinni þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna um neyðarþjónustu félagsins sem er erlendur aðili sem sérhæfir sig í að annast þjónustu við þá sem lenda í slysum, veikindum eða annarskonar tjónum erlendis.
Einnig er hægt að kaupa forfallatryggingu sem greiðir kostnað ef vátryggðir komast ekki í ferðalagið.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvað tryggingarnar innifela. Upplýsingarnar eru þó ekki tæmandi og er hægt að fá nánari upplýsingar í skilmálum.