Ferðatrygging TM

Ferðatryggingu er hægt að kaupa staka eða sem viðbót við ferðaliði Heimatryggingar ef ferð varir lengur en 92 daga eða ef útvíkka þarf bótasvið Heimatryggingar.

Í ferðatryggingu TM er hægt að innifela
 
  • Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstryggingu
  • Ferðaslysatryggingu
  • Farangurstryggingu

Sérstakt ferðakort fylgir skilmálum og við sölu ferðatryggingar hverju sinni þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna um neyðarþjónustu félagsins sem er erlendur aðili sem sérhæfir sig í að annast þjónustu við þá sem lenda í slysum, veikindum eða annarskonar tjónum erlendis.

Einnig er hægt að kaupa forfallatryggingu sem greiðir kostnað ef vátryggðir komast ekki í ferðalagið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvað tryggingarnar innifela. Upplýsingarnar eru þó ekki tæmandi og er hægt að fá nánari upplýsingar í skilmálum.


Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging erlendis

Tryggingin greiðir sjúkrakostnað vegna slyss, sjúkdóms eða fráfalls þess vátryggða, sem verður í frítíma og kostnað vegna ferðarofs erlendis. Tryggingin gildir fyrstu 92 dagana þegar ferðast er erlendis í einkaerindum. 

Meira

Ferðaslysatrygging

Tryggingin greiðir bætur vegna slysa sem vátryggður verður fyrir á ferðalagi í einkaerindum í þann tíma sem kemur fram í skírteini. Einnig gildir vátryggingin í viðskiptaferðum, ráðstefnum eða námskeiðum í allt að þrjá mánuði. Vátryggingin nær til ferðalaga í þeim heimshluta sem tilgreindur er í skírteininu. Meira

Farangurstrygging

Vátryggingin bætir tjón sem verður á hinum vátryggða farangri.

Meira

Gott að vita

Útgáfuaðili kreditkorts

Í þessari töflu geta VISA og MasterCard kreditkorthafar séð hjá hvaða tryggingafélagi þeir eru ferðatryggðir með kortum sínum.

Lesa meira


Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.

Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.