Ferðatrygging TM

Ferðatryggingu er hægt að kaupa staka eða sem viðbót við ferðaliði Heimatryggingar ef ferð varir lengur en 92 daga eða ef útvíkka þarf bótasvið Heimatryggingar.

Í ferðatryggingu TM er hægt að innifela
 
  • Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstryggingu
  • Ferðaslysatryggingu
  • Farangurstryggingu

Sérstakt ferðakort fylgir skilmálum og við sölu ferðatryggingar hverju sinni þar sem ítarlegar upplýsingar er að finna um neyðarþjónustu félagsins sem er erlendur aðili sem sérhæfir sig í að annast þjónustu við þá sem lenda í slysum, veikindum eða annarskonar tjónum erlendis.

Einnig er hægt að kaupa forfallatryggingu sem greiðir kostnað ef vátryggðir komast ekki í ferðalagið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvað tryggingarnar innifela. Upplýsingarnar eru þó ekki tæmandi og er hægt að fá nánari upplýsingar í skilmálum.


Sjúkrakostnaðar- og ferðarofstrygging erlendis

Tryggingin greiðir sjúkrakostnað vegna slyss, sjúkdóms eða fráfalls þess vátryggða, sem verður í frítíma og kostnað vegna ferðarofs erlendis. Tryggingin gildir fyrstu 92 dagana þegar ferðast er erlendis í einkaerindum. 

Meira

Ferðaslysatrygging

Tryggingin greiðir bætur vegna slysa sem vátryggður verður fyrir á ferðalagi í einkaerindum í þann tíma sem kemur fram í skírteini. Einnig gildir vátryggingin í viðskiptaferðum, ráðstefnum eða námskeiðum í allt að þrjá mánuði. Vátryggingin nær til ferðalaga í þeim heimshluta sem tilgreindur er í skírteininu. Meira

Farangurstrygging

Vátryggingin bætir tjón sem verður á hinum vátryggða farangri.

Meira

Gott að vita

Útgáfuaðili kreditkorts

Í þessari töflu geta VISA og MasterCard kreditkorthafar séð hjá hvaða tryggingafélagi þeir eru ferðatryggðir með kortum sínum.

Lesa meira