Ferðatryggingar í heimatryggingu

Þegar ferðast er erlendis er mikilvægt að skoða hvernig tryggingamálum er háttað. Mjög kostnaðarsamt getur verið að veikjast eða slasast erlendis og þá er gott að vera vel tryggður. 

Í Heimatryggingu TM2,3 og 4 er hægt að bæta við eftirtöldum ferðatengdum tryggingum:

Í heimatryggingu TM 2,3 og 4 er innifalin slysatrygging frítíma sem greiðir bætur ef vátryggðir slasast á ferðalagi erlendis í allt að 92 samfellda daga. 

Vátryggðir í tryggingunum eru vátryggingartaki, maki hans eða sambýlismaki og ógift börn ef þessir aðilar eru með sama lögheimili, búa á sama stað og hafa sameiginlegt heimilishald.

Tryggingarnar gilda á ferðalagi erlendis í allt að 92 samfellda daga frá upphafi ferðar frá Íslandi. 

Skilmálar

Heimatrygging TM2
Heimatrygging TM3 
Heimatrygging TM4 

Ferðakort

Þeir sem eru með innifaldar ferðatryggingar í heimatryggingu geta óskað eftir að fá ferðakort sem staðfestir að í gildi er ferðatrygging. Ferðatryggingakortið tryggir þér aðgang að neyðarþjónustu SOS International um allan heim. Starfsmenn SOS International eru til taks á öllum tímum sólarhrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys.

Sækja um ferðakortið