Ferðavagnar

Á undanförnum árum hefur fjöldi ferðavagna aukist mjög mikið með stórauknum innflutningi á hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum. Oft og tíðum liggja mikil verðmæti í þessum vögnum og getur það verið verulegt fjárhagslegt tjón fyrir fjölskyldur að missa svona vagn, til dæmis í umferðaróhappi, ef tryggingar eru ekki fyrir hendi. Því er nauðsynlegt að kaskótryggja ferðavagna.

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á ferðavögnunum og aukahlutum komi til tjóns. Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan aðeins þá fjárhæð ef til tjóns kemur. Ekkert iðgjaldsálag er í kaskótryggingu og engir bakreikningar.


Tryggingin bætir

 • Tjón á vagninum vegna árekstur við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls, aur - og vatnsflóðs.
 • Tjón vegna vatns úr leiðslukerfi geymsluhúsnæðis.
 • Tjón vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Flutning og björgun á ferðavagni eftir tjón.
 • Tjón á rúðum

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna vítaverðs gáleysis eða ásetnings.
 • Ef ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar.
 • Tjón af völdum sandfoks.
 • Tjón ef hjólabúnaður eða undirvagn skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, t.d. rafgeymum og gaskútum.
 • Tjón af völdum skemmdarverka eða þjófnaðar erlendis.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar

Fá tilboð í tryggingar