Ferðavagnar

Það er tilvalið að ferðast um landið okkar og búa til skemmtilegar minningar í íslenskri sumarnáttúru með góðan ferðavagn í eftirdragi.

Vertu með vagninn þinn kaskótryggðan svo þú getir andað að þér fersku sveitaloftinu áhyggjulaus í fríinu. 

Sjáðu strax hvað ferðavagns­tryggingin kostar

Þú getur séð strax hvað kostar að tryggja ferðavagninn þinn og gengið frá tryggingunni hvar og hvenær sem er með Vádísi, rafrænum ráðgjafa TM.

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á ferðavögnunum og aukahlutum komi til tjóns. Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan aðeins þá fjárhæð ef til tjóns kemur. Ekkert iðgjaldsálag er í kaskótryggingu og engir bakreikningar.

 

Tryggingin bætir

 • Tjón á vagninum vegna árekstur við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls, aur - og vatnsflóðs.
 • Tjón vegna vatns úr leiðslukerfi geymsluhúsnæðis.
 • Tjón vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Flutning og björgun á ferðavagni eftir tjón.
 • Tjón á rúðum

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna vítaverðs gáleysis eða ásetnings.
 • Ef ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar.
 • Tjón af völdum sandfoks.
 • Tjón ef hjólabúnaður eða undirvagn skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, t.d. rafgeymum og gaskútum.
 • Tjón af völdum skemmdarverka eða þjófnaðar erlendis.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
 

Skilmálar