Ferðavagnar

Á undanförnum árum hefur fjöldi ferðavagna aukist mjög mikið með stórauknum innflutningi á hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum. Oft og tíðum liggja mikil verðmæti í þessum vögnum og getur það verið verulegt fjárhagslegt tjón fyrir fjölskyldur að missa svona vagn, til dæmis í umferðaróhappi, ef tryggingar eru ekki fyrir hendi. Því er nauðsynlegt að kaskótryggja ferðavagna.

Sjáðu strax hvað ferðavagnstryggingin kostar

Vádís sýndarráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman tryggingu fyrir ferðavagninn sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunni og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.

Kaskótrygging sér um að bæta skemmdir á ferðavögnunum og aukahlutum komi til tjóns. Þú velur sjálfur eigin áhættu og greiðir síðan aðeins þá fjárhæð ef til tjóns kemur. Ekkert iðgjaldsálag er í kaskótryggingu og engir bakreikningar.

 

Tryggingin bætir

 • Tjón á vagninum vegna árekstur við aðra bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs, bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls, aur - og vatnsflóðs.
 • Tjón vegna vatns úr leiðslukerfi geymsluhúsnæðis.
 • Tjón vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka.
 • Flutning og björgun á ferðavagni eftir tjón.
 • Tjón á rúðum

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna vítaverðs gáleysis eða ásetnings.
 • Ef ökumaður telst vera óhæfur til aksturs vegna ölvunar eða lyfjanotkunar.
 • Tjón af völdum sandfoks.
 • Tjón ef hjólabúnaður eða undirvagn skemmist í akstri á ósléttri akbraut.
 • Þjófnað eða skemmdir á aukabúnaði, t.d. rafgeymum og gaskútum.
 • Tjón af völdum skemmdarverka eða þjófnaðar erlendis.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar

Fá tilboð í tryggingar
Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.

Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.