Barnatrygging
Barnatrygging hjá TM getur skipt sköpum þegar hugsa þarf um yngsta fólkið á heimilinu.
Barnatrygging TM er tilvalin fyrir fjölskyldufólk og veitir góða vernd gegn afleiðingum slysa og sjúkdóma sem börn kunna að verða fyrir.
Hægt er að kaupa barnatryggingu fyrir öll börn yngri en 16 ára og gildir hún frá þriggja mánaða til 25 ára aldurs. Í boði eru tvær mismunandi útfærslur, Barnatrygging TM1 og Barnatrygging TM2, þær tryggja barnið á sama hátt en upphæðir bóta eru misháar.