Gæludýra­trygging

Gæludýratryggingar TM eru fjölbreyttar, sérsniðnar að þínum þörfum og veita mikilvæga vernd fyrir ófyrirséðum kostnaði vegna tjóna, slysa eða veikinda gæludýranna á heimilinu.

Hjá TM getur þú tryggt hunda og ketti með sérstakri gæludýratryggingu. Þú getur sett saman tryggingu sem hentar þér og þínu dýri og þannig bætt ykkur kostnaðarsamar heimsóknir til dýralæknis vegna slysa eða veikinda, tjón sem gæludýrið kann að valda eða aðra þætti sem þú velur að tryggja ykkur gegn.

 

Gæludýratryggingar hjá TM skiptast í líf- og heilsutryggingu, ábyrgðartryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu og gæslutryggingu og þú getur sett saman tryggingu úr þessum liðum sem hentar þér og gæludýrinu þínu.

Viltu hafa samband?

Netspjall

Opið núna

Netspjallið hentar vel ef þú vilt aðstoð við að ná utan um málin.