Hesta­trygging

Góður hestur er eiganda sínum mikils virði og því er sjálfsagt að tryggja hann vel. TM býður hestatryggingu sem nær bæði yfir hestinn sjálfan og tjón sem hann kann að valda.

Hjá TM getur þú tryggt hestinn þinn með tryggingu sem samsett er úr þeim liðum sem best henta þér og þínum hesti. Þú setur trygginguna saman úr þáttum á borð við líf- og heilsutryggingu, ábyrgðartryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu og takmarkaða líftryggingu.

 

Tryggingin á við hvort sem er við útreiðar, í hagagöngu, flutningi eða þegar hesturinn er í húsi og nær yfir bæði hestinn sjálfan og tjón sem hann kann að valda.

Algengar spurningar

Viltu hafa samband?

Netspjall

Opið núna

Netspjallið hentar vel ef þú vilt aðstoð við að ná utan um málin.