Ferðatryggingar í heimatryggingu
Þau sem eru með heimatryggingu hjá TM geta bætt ferðatryggingum við í heimatrygginguna sína.
Hægt er að kaupa ferðatryggingar sem viðbót við Heimatryggingu TM2, TM3 og TM4. Um er að ræða sjúkrakostnaðar- og ferðarofstryggingu erlendis, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu.
Þau sem eru með innifaldar ferðatryggingar í heimatryggingu geta nýtt sér TM appið sem staðfestir að ferðatrygging er í gildi. Einnig er hægt að sækja um sérstakt ferðakort sem gegnir sama hlutverki fyrir þau sem eru ekki með appið. Hvort tveggja tryggir þér aðgang að neyðarþjónustu SOS International um allan heim en starfsfólk þeirra er til taks á öllum tímum sólarhrings ef upp koma veikindi eða slys.
Algengar spurningar
Viltu hafa samband?
Tölvupóstur
Alltaf opið
Sendu fyrirspurn í tölvupósti og þú færð svar frá ráðgjafa fljótlega.