Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er slysa- og sjúkratrygging? 

Slysa- og sjúkratrygging er víðtæk vernd sem hægt er að laga að þínum þörfum. Tryggingin skiptist í fjóra hluta sem allir eru valkvæðir. Innan hvers hluta eru þættir sem þú velur í umsókn. Með slysa- og sjúkratryggingu tryggir þú þér bætur ef slys eða sjúkdómur veldur þér tímabundnum tekjumissi eða varanlegri örorku.


Hvað bætir tryggingin? Tryggingin greiðir bætur í eftirfarandi bótaflokkum:


Slysatrygging vegna slysa sem verða í vinnu og/eða frítíma.

  • Dánarbætur eru greiddar ef slys leiðir til andláts.
  • Bætur eru greiddar vegna varanlegs líkamstjóns.
  • Dagpeningar eru greiddir þegar slys veldur tímabundnum missi starfsorku.
  • Dánarbætur vegna slyss.
  • Tannbrot sem rekja má til slyss.

    Sjúkratrygging.
  • Varanleg læknisfræðileg örorka vegna sjúkdóms.
  • Tímabundinn missir starfsorku vegna sjúkdóms.

    Rekstrarstöðvunartrygging vegna slysa eða sjúkdóma.
  • Greiddar eru bætur fyrir stöðvun á rekstri þínum vegna slyss eða sjúkdóms.

    Staðgengilstrygging vegna slysa eða sjúkdóma.
  • Sannanleg aukin útgjöld þess tryggða vegna launa við andlát eða tímabundin forföll þess sem tryggingin tekur til vegna slyss eða sjúkdóms.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Umferðarslys nema um annað sé sérstaklega samið.
  • Slys sem verða í flugi nema að um sé að ræða áætlunar- eða leiguflug á vegum leyfisskyldra aðila.
  • Slys sem verða í fjallaklifri, ísklifri, bjargsigi, froskköfun, hnefaleikum, hvers konar glímu, akstursíþróttum, hvers konar svif- og drekaflugi, fallhlífarstökki eða teygjustökki.
  • Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum.
  • Sjúkdómur sem orsakast hefur af notkun áfengis eða ávana- og fíkniefna.
  • Starfsorkumissir vegna meðgöngu, fæðingar eða fósturláts.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Læknisfræðileg örorka vegna sjúkdóms sem er lægri en 25% bætist ekki.
  • Tímabundinn missir starfsorku vegna sjúkdóms ef starfsorkumissir er lægri en 50% bætist ekki.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Veita TM upplýsingar sem haft geta þýðingu fyrir mat á áhættunni við gerð og endurnýjun tryggingarsamnings.
  • Leita til læknis þegar slys eða sjúkdóm ber að höndum og fara í öllu að fyrirmælum læknis.
  • Tilkynna TM tafarlaust um tjón og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Trygging til skemmri tíma en árs endurnýjast ekki nema eftir umsókn.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn þegar þú ert að færa þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.