Ábyrgðartryggingar

TM býður fjölþætta vátryggingavernd á sviði ábyrgðartrygginga. Ábyrgðartryggingar bæta m.a. tjón sem tryggingataki, starfsemi hans eða starfsmenn valda þriðja aðila.


Ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur

Fyrirtæki er tryggt gegn skaðabótakröfum vegna tjóna af völdum starfsemi og/eða starfsmanna þess. Vátryggingin greiðir jafnframt bætur vegna tjóns af völdum galla í framleiðsluvörum þeirra.

Meira

Skaðsemisábyrgð

Skaðsemisábyrgðartrygging er innifalin að takmörkuðu leyti í ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur hjá TM en hún er mikilvæg öllum þeim sem selja, dreifa og/eða framleiða hverskonar vöru.  

Meira

Ábyrgðartrygging vegna húseigna

Atvinnurekandi sem er eigandi eða notandi húss eða húseignarhluta getur bakað sér skaðabótaábyrgð vegna tjóna sem rekja má til hússins sjálfs. Vátryggt er gegn sömu þáttum og í ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur.

Ábyrgðartrygging vinnuvéla

Vinnuvélar og hvers kyns tæki sem notuð eru í atvinnurekstri þarf að vátryggja sérstaklega, séu þau ekki vátryggð í lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækja. Vátryggt er gegn sömu þáttum og í ábyrgðartryggingu fyrir atvinnurekstur.

Ábyrgðartrygging útgerðarmanns

Í venjulegri húftryggingu fiskiskipa getur útgerðarmaður meðal annars vátryggt sig gegn tjónum sem valdið er með árekstri. Ábyrgðartrygging útgerðarmanns bætir þess vegna tjón sem verða með öðrum hætti, til dæmis ef slys verða á sjómönnum.

Lögboðnar starfsábyrgðartryggingar

Samkvæmt lögum eru nokkrar starfsstéttir skyldugar að kaupa og viðhalda starfsábyrgðartryggingu. Slíkar vátryggingar bæta viðskiptavinum þeirra sem tryggt hafa almennt fjártjón sem þeir kunna að verða fyrir vegna starfa sinna.

Meira

Frjálsar starfsábyrgðartryggingar

Aðrar starfsstéttir hafa auk þess möguleika á að tryggja sig vegna skaðabótaábyrgðar við sérfræðistörf.

Meira

Sjúklingatryggingar

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og heilbrigðisstofnanir verða að hafa sjúklingatryggingu í gildi samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu nr. 11/2000. Vátryggingin gildir á Íslandi. Meira

Verktryggingar

Verktrygging er fjárhagsleg ábyrgðartrygging til tryggingar fyrir verkkaupa fari svo að verktaki efni ekki skyldur sínar samkvæmt samningi þeirra á milli.

Meira

Tilboðstrygging

Vátryggingin tekur til greiðslu tjóns sem verkkaupi verður fyrir efni bjóðandi ekki skyldur sínar og undirriti sérstakan skriflegan verksamning við verkkaupa samkvæmt tilboði, sem bjóðandi hefur gert og verkkaupi samþykkt innan tilskilins frests samkvæmt útboðsskilmálum.

Ábyrgðartrygging stjórnenda

Ábyrgðartryggingin er til hagsbóta fyrir stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækisins sem vátryggingin er keypt fyrir.  Stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækja geta verið persónulega ábyrgir fyrir athöfnum sínum eða athafnaleysi og bakað sér þannig skaðabótaskyldu.

Meira

Gott að vita