Eignatryggingar

TM býður upp á fjölbreytt úrval af eignatryggingum sem bætir vátryggingartaka margvísleg tjón á eignum hans, hvort sem um er að ræða tjón á fasteign, lausafjármuni eða tapaða framlegð vegna rekstrarstöðvunar í kjölfar bruna eða vélabilunar.


Bruna­trygging húseigna

Brunatrygging er lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð er í samræmi við brunabótamat hússins sem unnið er af Þjóðskrá Íslands.

Meira

Viðbótarbrunatrygging húseigna

Úr vátryggingu þessari greiðast bætur allt að vátryggingarfjárhæðinni, þegar matsfjárhæð samkvæmt brunabótamati framkvæmdu af Þjóðskrá Íslands hrekkur ekki til greiðslu fullnaðarbóta úr lögboðinni brunatryggingu húseignarinnar.

Meira

Brunatrygging lausafjár

Brunatrygging lausafjár bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns og innbrots. Meira

Vatnstjónstrygging

Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína. 

Meira

Innbrotstrygging

Fasteignatrygging bætir tjón á húseign af völdum innbrots eða tilraunar til innbrots. Undanskildar eru skemmdir á póstkössum.

Brunatrygging birgða

Samsvarandi trygging og brunatrygging lausafjár.  Kjörin lausn fyrir fyrirtæki þar sem verðmæti birgða sveiflast milli mánaða.

Glertrygging

Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler. 

Meira

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett tryggingarvernd tíu tryggingarþátta og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni sjálfri annarra en brunatjóna.

Meira

Kæli- og frystivörutrygging

Bætir tjón á lausafé af völdum skyndilegrar bilunar í kælibúnaði.  Viðbótartrygging við brunatryggingu lausafjár.

Rekstrarstöðvunartrygging

Rekstrarstöðvunartrygging greiðir bætur vegna samdráttar í vörusölu af völdum bruna-, vatns og innbrotstjóns. Meira

Rekstrarstöðvunartrygging vegna vélarbilunar

Rekstrarstöðvunartrygging vegna vélarbilunar er ætlað að bæta það rekstrartjón sem vátryggingartaki verður fyrir af völdum samdráttar í vörusölu eða þjónustu þegar rekja má orsökina til vélatjóns.

Vélatrygging

Vélatrygging nær til beinna tjóna vegna skyndilegrar vélarbilunar á vélum, meðal annars af völdum vinnsluóhapps/rekstraróhapps, mistaka starfsmanna, efnis- eða steypugalla. Tryggingin bætir ekki rekstrartjón eða annað óbeint tjón.

Rafeindatækjatrygging

Rafeindatækjatrygging nær til tækja og búnaðar svo sem tölva og tölvukerfa, stjórnborða, voga og símakerfa. Hún tekur til beinna skemmda vegna skyndilegra bilana sem stafa meðal annars af völdum vinnsluóhapps/rekstraróhapps, mistaka starfsmanna, efnis- eða steypugalla. Tryggingin bætir ekki rekstrartjón eða annað óbeint tjón.

Skaðatrygging á lausafé

Skaðatrygging á lausafé er víðtæk eignatrygging sem tekin er á einstaka dýra muni svo sem tölvur, myndavélar, mælitæki og önnur dýr tæki sem ekki eru að staðaldri á sama vátryggingarstað. Meira

Verktakatrygging

Verktakatrygging er víðtæk eignatrygging sem bætir skyndilegt tjón á mannvirkjum eða búnaði á framkvæmdatíma.

Landbúnaðartrygging

Mikilvægt er fyrir alla fyrirhyggjusama bændur að tryggja vel starfsemi sína og búfénað. Landbúnaðartrygging er samsett vátryggingarvernd sem felur í sér lausafjártryggingu og ábyrgðartryggingu og er ætluð bændum sem leggja stund á hefðbundnar búgreinar. Meira

Kaskótrygging vinnuvéla

Vátryggingin greiðir bætur vegna tjóns á vinnuvél af völdum skyndilegra og óvæntra atvika.  Auk þess eru bætt tjón af völdum flutnings vinnuvélar.

Gott að vita