Fagörorkutrygging FÍH

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem telin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála finnur þú á tm.is og frekari upplýsingar um trygginguna er hægt að nálgast hjá FÍH eða TM. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað.

Hvernig trygging er fagörorkutrygging FÍH?

Tryggingin er hópvátrygging sem er í boði fyrir einstaklinga sem teljast fullgildir félagsmenn FÍH.

Hvað bætir tryggingin?

Tryggingin greiðir bætur þegar vátryggður hefur af völdum slyss eða sjúkdóms misst til frambúðar getu sína og færni að öllu leyti (100%) til að hafa atvinnu af því starfi sem aðild hans að FÍH er bundin við.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Slys sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
  • Sjúkdóm sem greinst hafði eða sýnt einkenni fyrir gildistöku tryggingarinnar.
  • Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

Ef einstaklingur hættir að teljast fullgildur félagsmaður FÍH dettur hann úr hópnum og tryggingaverndin fellur niður.

Hvar gildir tryggingin?


Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Leita til læknis strax eftir að slys eða sjúkdóm hefur borið að höndum.
  • Tilkynna til félagsins um vátryggingaratburð.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Iðgjald fyrir trygginguna er greitt hjá FÍH.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gagnvart hverjum og einum einstaklingi tekur gildi þegar félagið hefur móttekið umsókn um trygginguna ásamt staðfestingu frá FÍH um að einstaklingurinn uppfylli skilyrði FÍH um fullgilda félagsmenn. Þátttakandi getur sagt upp aðild sinni að tryggingunni með því að skrifa undir uppsögn og lýkur þá þátttöku hans í hópnum við lok þess almanaksmánaðar.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Skrifa þarf undir uppsögn sem hægt er að nálgast hjá TM eða FÍH.