Farmtryggingar

Farmtrygging er nauðsynleg vátryggingarvernd fyrir inn- og útflutningsfyrirtæki, iðnfyrirtæki og opinberar stofnanir. Fyrirtækjum stendur til boða að gera farmtryggingasamninga, sem sniðnir eru að starfsemi hvers og eins. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki keypt farmtryggingu fyrir einstaka vörusendingar svo og búslóðaflutninga.

Nánari upplýsingar um farmtryggingar.

Skilmálarnir:

Hægt er að kaupa farmtryggingar með mismunandi skilmálum, sem eru  auðkenndir með bókstöfunum A, B og C eftir því hversu víðtækir þeir eru. Þetta eru grunn skilmálar sem síðan er hægt að aðlaga þörfum og starfsemi hvers fyrirtækis .


Flutningstrygging (A)

Víðtækir skilmálar sem eru einkum  notaðir þegar að vátryggja skal t.d.  frystar og ferskar sjávarafurðir, lýsi og mjöl, alla almenna neysluvöru, viðkvæma vöru, húsgögn, brothættar vörur, nýja bíla og tæki.

Meira

Flutningstrygging (B)

Takmarkaðir skilmálar sem eru helst  notaðir  þegar vátryggja skal  grófari vörutegundir  s.s. hrátimbur, notaða bíla og vélar, járnvörur o.fl. Skilmálar ekki eins víðtækir og skilmálar (A) þar sem bótaskyldir atburðir eru sérstaklega tilgreindir.

Meira

Flutningstrygging (C)

Þröngir skilmálar,  með þrengsta bótasviðið af skilmálunum þremur.  Einkum notaðir þegar vátryggja á grófri vöru, sem ekki er hætt við hnjaski í flutningi, t.d jarðefni ýmiss konar, hráefni til iðnaðarframleiðslu, járnvara o.fl.

Meira

Auk ofangreindra skilmála eru boðnar vátryggingar,  sem eru undanskildar úr A, B og C skilmálunum og taka til tjóna á vöru í flutningi af völdum stríðs, verkfalla, uppreisna og borgararósta.  Almennt eru stríðs- og verkfallsskilmálarnir teknir jafnhliða A, B eða C skilmálunum.

Sjá nánar

Stríðskilmálar fyrir flutningstryggingu 

Verkfallsskilmálar fyrir flutningstryggingu 

Rétt er að vekja athygli á að tjón af völdum geislunar, efna-, líffræðilegra og rafsegulvopna eru undanskilin úr flutningstryggingunum.

Gott að vita