Farmtryggingar
Farmtrygging er nauðsynleg vátryggingarvernd fyrir inn- og útflutningsfyrirtæki, iðnfyrirtæki og opinberar stofnanir. Fyrirtækjum stendur til boða að gera farmtryggingasamninga, sem sniðnir eru að starfsemi hvers og eins. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki keypt farmtryggingu fyrir einstaka vörusendingar svo og búslóðaflutninga.
Skilmálarnir:
Hægt er að kaupa farmtryggingar með mismunandi skilmálum, sem eru auðkenndir með bókstöfunum A, B og C eftir því hversu víðtækir þeir eru. Þetta eru grunn skilmálar sem síðan er hægt að aðlaga þörfum og starfsemi hvers fyrirtækis .