Farmtryggingasamningur

Farmtryggingasamningur TM felur í sér að félagið gerir samning við vátryggðan um vöruflutninga hans.

Samningstímabil er til 12 mánaða, oftast m.v. almanaksárið.  Í byrjun samningstímabils gefur fyrirtækið upp áætlaða veltutfjárhæð m.v. áætlaðan vöruflutning og er þá miða við CIF-verðmæti vegna útflutnings og tollverðmæti vegna innflutnings á samningstímabilinu. Á grundvelli áætlunarinnar er gefið út eitt vátryggingarskírteini, sem tekur þá til alls vöruflutnings fyrirtækisins í millilandaflutningum þar sem fyrirtækið ber ábyrgð á vörunni samkvæmt "Incoterms" kaupskilmálum alþjóðaverslunarráðsins. Iðgjald samkvæmt áætlunin er bráðabirgðaiðgjald, sem greiðist með mánaðarlegum afborgunum eða eftir frekara samkomulagi. Í loka vátryggingatímabilsins gefur vátryggður upp raunverðmæti útflutnings/innflutnings og er þá endanlegt iðgjald reiknað út sem getur leitt til viðbótariðgjalds eða endurgreiðslu eftir því hvort umfang flutninga var meiri eða minni en áætlun gerði ráð fyrir.

Við endanlegan útreikning iðgjalds er vátryggingarfjárhæðin miðuð við CIF-verðmæti/tollverðmæti + 10%. Þau tíu prósent (10%) sem þannig bætast við umrædd verðmæti eru hugsuð sem umsýslukostnaður, sem kemur vátryggðum til góða ef til tjóns kemur þ.e. þá bætast auka tíu prósent (10%) við tjónsfjárhæðina.