Hvers vegna farmtrygging?

Á leið vöru á milli áfangastað geta komið upp margvíslegir atburðir, sem valdið geta tjóni á vörunni án þess  flutningsaðilinn beri lagalega ábyrgð á tjóninu eða að ábyrgð hans er takmörkuð að verulegu leiti. Með auknum alþjóðaviðskiptum eru vörur sendar heimshorna á milli með viðkomu í millihöfnum þar sem hún kanna að  bíða farmhaldsflutnings. Vegna loftlagsbreytinga hafa veðurkerfi heimsins breyst mikið. Á flutningsleiðinni getur  varan oft mætt mörgum mismunandi veðurkerfum þar sem öfgar í veðri eru miklir, ofsaveður, flóð, fannfergi, fimbulkuldar og hitabylgjur. Auk þessa verða tjón á vöru í flutningi af völdum náttúruhamfara. Þá eru ótaldar áhættur sem stafa af breyskleika mannsins með skipulagðri glæpastarfsemi s.s þjófnaði,sjóránum, skemmdarverkum og vegna mistaka við stjórntöku flutningstækja. Bilun í flutningatækjum, gámum geta valdið tjóni á vöru. Björgunarkostnaður og þátttaka í sameiginlegu sjótjóni getur fallið á vörueiganda. Þá eru stríðs- og verkfallsáhættur á flutningsleiðinni raunhæfar áhættur.  Farmtryggingar taka m.a. til framangreindra atburða og veita víðtæka vernd.

Reynsla og þekking

TM hefur áratuga reynslu í þjónustu á sviði framtrygginga fyrir atvinnulífið. Mörg af öflugustu út-og innflutningsfyrirtækjum landsins hafa nýtt sér þjónustu félagsins um árabil. Félagið hefur kappkostað að fylgja vexti og framþróun viðskiptavina sinna m.a. í sókn þeirra inn á ný markaðssvæði vegna útflutnings. 

Í síbreytilegum heimi vöruviðskipta þarf að fylgjast vel með. Nýir markaðir opnast, nýjar flutningsleiðir eru farnar, ör þróun í flutningstækni og flutningstækjum eru  þættir ásamt öðrum þáttum s.s.   þjóðfélags- og neyslubreytingum, loftlagsbreytingum, pólitískum óróa og stríðsátökum kalla á ný viðmiði og endurmat á áhættum.  Sérfræðingar TM á sviði farmtrygginga fylgjast vel með þróun mála og nýta það í þjónustu við viðskiptavini félagsins.

Markmið TM á sviði farmtrygginga er einfalt; að veita úrvals þjónustu. Einfalda verklag í þágu viðskiptavinarins og um leið að veita skjóta og lipra afgreiðslu mála.

Tjónaþjónsta

TM kappkostar að því að veita úrvals tjónaþjónustu á öllum sviðum og á það ekki síst við þegar kemur að farmtryggingum. Farmtryggingatjón geta verið flókin í  uppgjöri og á það sérstaklega við ef tjón verða erlendis. TM hefur gott samband við alþjóðlega skoðunar-og uppgjörsfyrirtæki víðsvegar um heiminn, sem bregðast skjótt við þegar  þjónustu þeirra er óskað. Starfsmenn Tjónaþjónustu  TM sem annast farmtryggingatjón eru með áratuga reynslu á því sviði.

Markmið TM við uppgjör farmtryggingatjóna eru skjót viðbrögð, fumlaus og fagleg vinnubrögð.