Að ferðast af öryggi

Það eykur líkur á vel heppnuðu ferðalagi að sýna fyrirhyggju. TM býður tryggingar sem henta í hverskonar ferðalögum erlendis en þær taka meðal annars mið af tilgangi og lengd ferðarinnar. Handhafar kreditkorta njóta tryggingarverndar í gegnum kortin á ferðalögum. 

Þeir sem eru með Heimatryggingu hjá TM geta innifalið ferðatryggingar í Heimatryggingunni. Einnig er hægt að kaupa stakar ferðatryggingar fyrir hverja ferð ef ferðalagið kallar á sérstakar ráðstafanir til dæmis ef um lengri ferðir er að ræða eða ef ferðin er farin vegna vinnu erlendis.

Leitaðu aðstoðar ef þú ert í vafa um hvers konar vernd hentar þínu ferðalagi.

Ferðatryggingar

Nauðsynlegir ferðafélagar

Í TM appinu er hægt að staðfesta gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis og fá beint samband við neyðaraðstoð. Ferðastaðfesting í TM appinu tryggir þér aðgang að neyðarþjónustu SOS International um allan heim og eru starfsmenn þeirra til taks á öllum tímum sólahrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi erlendis. Ferðastaðfesting er aðgengileg hvenær sem er í TM appinu fyrir þá sem hafa ferðatryggingar innifaldar í heimatryggingu. Þeir sem keypta hafa staka ferðatryggingu hjá TM geta sótt um Ferðakort TM.  Ef ferðast er með ökutæki utan aðildaríkja EES og Sviss þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort sem nefnist Grænt kortKortið er staðfesting á að ábyrgðartrygging ökutækis sé í gildi. Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för sem hægt er að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES- ríki.

Ferðatryggingar kreditkorthafa

Megin sjónarmið við samsetningu ferðatrygginga korthafa eru að korthafar njóti öruggrar slysa– og sjúkratryggingar og bestu neyðarþjónustu sem völ er á.   Ferðatryggingar greiðslukorta eru mis víðtækar eftir tegund korts.

Sjáðu hvar kortið þitt er tryggt.

Ferðatryggingar í heimatryggingu

Hægt er að kaupa ferðatryggingar sem viðbót við Heimatryggingu TM 2,3 og 4. Um er að ræða sjúkrakostnaðar- og ferðarofstryggingu erlendis, farangurstryggingu, farangurstafatryggingu og forfallatryggingu. Tryggingar þessar gilda fyrir vátryggða í ferðalögum erlendis í allt að 92 samfellda ferðadaga frá Íslandi og heim aftur. Um er að ræða skemmtiferðir án atvinnuáhættu, án keppnisáhættu og ekki áhættuíþróttir.

Ferðatrygging TM

Í Ferðatryggingu TM er hægt að innifela ferðaslysatryggingu, ferðasjúkratryggingu og farangurstryggingu. Trygginguna geta viðskiptavinir TM keypt sem viðbót við aðrar ferðatryggingar sem eru í gildi eða keypt staka ef aðrar tryggingar eru ekki til staðar. Ferðatrygging TM hentar þeim sem greiða ferðina ekki með kreditkorti og/eða eru ekki með ferðatryggingu innifalda í Heimatryggingu TM.

Forfallatrygging TM

Forfallatryggingu geta viðskiptavinir TM keypt sama dag og farbókun og greiðsla farseðils fer fram og bætir hún þann hluta fargjalds og gistikostnaðar sem hefur verið greiddur og fæst ekki endurgreiddur af ferðaskrifstofu eða flugfélagi ef vátryggður getur ekki farið í fyrirhugaða ferð vegna slysa, veikinda, verulegs eignatjóns á heimili ásamt fleiri atriðum sem fram koma í skilmála (linkur í skilmála). Forfallatrygging TM hentar þeim sem greiða ferðina ekki með kreditkorti og/eða eru ekki með forfallatryggingu innifalda í Heimatryggingu TM.