Fiskeldistryggingar

Fiskeldistrygging TM er víðtæk vernd fyrir þá sem stunda fiskeldi. Hún tekur til eldisstofnsins hvort sem um er að ræða seiðaeldi og áframeldi í landstöðvum eða eldi í sjókvíum. Að auki er hægt að innifela í trygginguna eldisbúnað og tæki vegna hvers konar ófyrirsjáanlegra og skyndilegra atvika.

Nánari upplýsingar um fiskeldistryggingar 

Gildissvið Fiskeldistrygginga TM.

Fiskieldistrygging á stofni bætir fjárhagslegt tjón við það að fiskur drepst eða sleppur úr eldiskvíum. Hægt er að kaupa eingöngu tryggingu á eldisstofninum einum og sér en auk þess er einnig hægt að tryggja eldisbúnað og tæki fyrir óvæntum utankomandi atburðum.

Hægt er að velja um mismunandi víðtæka vernd og sérstök bótasvið, allt eftir þörfum og aðstæðu hjá hverjum og einum. 

Fiskeldistrygging TM tekur meðal annars til dauða eða hvarfs á stofni vegna eftirtaldra tjónsatvika:

Tryggingin bætir

Fiskeldistrygging TM tekur meðal annars til dauða eða hvarfs á stofni vegna eftirtaldra tjónsatvika:
 • Þjófnaðar og skemmdaverk
 • Sjúkdóma
 • Mengunar
 • Sprengingar
 • Bilunar í eldisbúnaði
 • Sjávarkælingar- eða frystingar
 • Breytingar á seltumagni sjávar eða efnafræðilegum breytingum á eldisvatni
 • Náttúruhamfara, þ.m. t þurrka, flóða, eldinga, eldgosa og jarðskjálfta

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón af völdum styrjaldar, hryðjuverka, uppþota, verkfalla, verkbanns o.fl.
 • Tjón sem vátryggður, einhver af starfsmönnum vátryggðs eða einstaklingur, sem staddur er í eldisstöðinni með leyfivátryggðs,  hefur valdið, einn eða með fleirum, af ásetningi,
 • Almennt fjártjón eða afleitt tjón af neinu tagi
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar