Flugtryggingar

Í fluginu er það reynsla sem skiptir öllu máli. TM er með áratuga reynslu af flugtryggingum fyrir bæði einka- og atvinnuflug og er leiðandi á því sviði á Íslandi.

Víðtæk vernd

TM býður upp á, í umboði Beta Aviation Aps, tryggingarvernd fyrir allar gerðir loftfara s.s. flugvélar, þyrlur, fisflugvélar, svifdreka eða loftbelgi í bæði einka- og atvinnuflugi. Flugtryggingin er samsett trygging sem skiptist í ábyrgðartryggingu flugvélar,  ábyrgðartryggingu farþega sem hvoru tveggja eru lögboðnar tryggingar og svo valkvæðar tryggingar sem eru slysatrygging flugmanns og húftrygging loftfarsins.


Grunnvernd

Ábyrgðartrygging fyrir loftfar og farþega þess

Ábyrgðartryggingin tekur til skaðabótaábyrgðar sem á vátryggðan kann að falla skv. skaðabótareglum og loftferðalögum.

Meira

Viðbótarvernd

Slysatrygging flugmanns og farþega

Slysatryggingin gildir um borð í loftfari því sem vátryggt er samkvæmt vátryggingu þessari svo og við för í loftfar og úr því,  við gangsetningu hreyfils eftir nauðlendingu utan opinberlega viðurkennds flugvallar ef slíkt er gert samkvæmt tilmælum flugmanns loftfarsins,  á meðan á dvöl á nauðlendingarflugvelli stendur, svo og við brottför þaðan til byggða.

Húftrygging flugvélar

Húftryggingin bætir hlutatjón og altjón á loftfarinu af völdum skyndilegs utanaðkomandi atviks, þjófnaðar á loftfarinu og hvarfs loftfarsins. 

Skírteinistrygging TM

TM býður einnig skírteinistryggingu fyrir flugmenn sem veitir mikilvægan fjárhagslegan stuðning ef flugmaður missir flugréttindi vegna slysa eða sjúkdóma. Meira